Verjum velferðina

Ég mætti á þennan fund ÖBÍ og þroskahjálpar. Þetta var virkilega góður og athyglisverður fundur. Við verðum öll að staðnæmast við á þessum erfiðu tímum og hugsa um það hvernig við ætlum að verja velferðina. Stjórnmálamennirnir segjast allir með tölu vilja standa vörð um velferðina. Þá kemur spurningin hvað er að marka það sem þeir segja? Það er á ábyrgð okkar allra að kynna okkur hvernig menn hafa efnt fögur kosningarloforð. Ég get fyrir mitt leyti verið stolt af því hvernig Frjálslyndi flokkurinn hefur barist fyrir bættum hag  öryrkja og aldraðra.
mbl.is Vilja verja velferðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þau segjast verja velferðina, en afhverju eru þau þá að dæla peninga in þá stofnana sem hafa sett heimilin á hausin, og ekki gert neit fyrir heimilin annað en að lofa vinnu eða hitt þó heldur, minnka vinnu tími og auka skattbyrði.  Það er ekkert sem réttlætir þetta.  Ég er svo hund leið á því að hlusta á Samfylkingin eyða tíma í að sverta aðra stjórnmálaflokka, en athafast ekkert sjálf.  Þau voru sjálf einnig við völd í góðærinu en fyrra sig alla ábyrgð,  alltaf finnst þeim gott að skella skuldina á aðra.  Nei Samfylkingin hefur sannað það fyrir mér að það er ekki að hugsa um heimilin, og þau sem minna mega sín.  Þvert á móti.

Soffia Kristín (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 23:48

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Góð spurning Soffía. Stjórnmálamönnum er meira annt um fjandans fjármálakerfið en fólkið í landinu. Og ekki er fólkið spurt.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.4.2009 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband