Heiðarleika takk fyrir

Í gær var bein útsending frá Borgarafundi á Akureyri. Úrræðaleysi gömlu fjórflokkanna var sorglegt á að hlusta. Það var fátt bitastætt í málflutningi þeirra og næsta víst að atvinnuleysið er ekki á förum fyrir norðan ef þeir ráða för.

Aftur á móti var ég stödd á fundi í Háskólabíó í gær. Háskólastúdentar stóðu fyrir fundinum. Þar skorti ekki loforð fjórflokkanna. Það hljómaði eins og kreppunni væri lokið eða að minnsta kosti yrði hún nánast ófinnanleg eftir kosningar. Stúdentar áttu ekki að líða neinn skort. Nægjanlegt framboð af kennslu og námslánum. Það kom yfir mig einhver óraunveruleikatilfinning. Hvað vorum við að gera á Austurvelli á laugardögum í allan vetur. Var mótmælastaðan bara einn stór misskilningur?

Skuldir okkar og afborganir af þeim eru það miklar að stjórnmálamönnum er ekki stætt á því að lofa því sem ég hlustaði á í gær. Afneitun getur maður sagt ef maður er meðvirkur. En í raun er mun frekar um að ræða óheiðarleika í þeim tilgangi að kaupa sér atkvæði.

Frjálslyndi flokkurinn reynir að horfast í augu við staðreyndir lífsins. Við verðum að semja niður skuldir okkar því lífið verður óbærilegt fyrir okkur ef við reynum að borga. Við afnemum verðtrygginguna því hún er algjört óréttlæti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk fyrir pistilinn Helga

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.4.2009 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband