Icesave-ælan

 Þessa grein sendum við Rakel Sigurgeirsdóttir á Pressuna fyrir nokkru en hún hefur ekki enn þá ekki birst svo við birtum hana á blogginu okkar.

 

Æla er magainnihald sem líkaminn hefur ákveðið að losa sig við vegna þess að það er líkamanum skaðlegt. Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður, hefur líkt Icesave við ælu en ætlar samt að kyngja henni. Gunnar Tómasson, hagfræðingur, telur aftur á móti að hún sé best komin í dallinum.

Gunnar skrifaði bréf til framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Dominiques Strauss-Khan og forseta Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, José Manuels Barrosos. Við vorum ellefu sem skrifuðum undir þetta bréf.  Þar bendir Gunnar Tómasson á að Icesave-ælan gæti reynst þjóðinni hættuleg.

Í bréfinu kemur fram að horfur Íslands séu verri en menn gerðu ráð fyrir við gerð hinna svokölluðu Brussels-viðmiða í nóvember 2008. Þar var gert ráð fyrir að taka ætti tillit til efnahagsaðstæðna Íslands við gerð Icesave-samninganna.

Nú hefur komið fram að á næstu árum verða tekjur landsins minni og skuldir hærri en gert var ráð fyrir. Gunnar Tómasson bendir á að í núverandi Icesave-samningi er ekki tekið mið af þessu staðreyndum. Álit sitt byggir hann á nýútkominni skýrslu AGS. Hann vann þar árum saman og skilur því manna best tungutak þeirrar stofnunar.

Gunnar bendir á þá staðreynd að skuldir Íslands eru það miklar að ekki er hægt að standa við Icesave-samninginn. Hann bendir  reyndar á að skuldirnar gætu vel verið ósjálfbærar og það án Icesave. Þess vegna telur Gunnar Tómasson að Icesave-ælan sé best komin í dallinum og ekki sé á það hættandi að kyngja henni. Timburmennirnir eftir fylliríið fyrir 2008 eru Tryggva Þór hins vegar svo þungbærir að honum virðist Icesave-ælan jafnvel svalandi.

Að ætla okkur hinum að kyngja ælunni með honum er engan veginn við hæfi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þessa færslu Helga mín. Algjörlega sammála og ég treysti Gunnari Tómassyni betur en Tryggva Þór Herbertssyni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2011 kl. 00:55

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Sammála

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.4.2011 kl. 00:57

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Tryggi Þór Herbertsson má kyngja sinni ælu sjálfur enda ekki saklaus af málinu! Að ætla okkur hinum að kyngja ælunni með honum er hins vegar engan veginn við hæfi!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 9.4.2011 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband