Landsfundur Dögunar..VIÐ

Landsfundur Dögunar hófst í dag. Stjórnmálasamtökin Dögun, samtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði voru stofnuð fyrir ári síðan. Reyndar var meðgangan öllu lengri. Í dag var upplifunin sú að hér væri á ferðinni eitthvað ekta. Hvað rekur allan þennan hóp af  fólki  á föstudagseftirmiðdegi, eftir að hafa greitt í stöðumæla samviskusamlega, til að sitja á fundi og ræða lausnir sem eiga  fyrst og fremst að gagnast þjóðinni. Þetta og margt fleira gefur okkur von um að eitthvað jákvætt sé að gerast. Dögun er afl sem vill virkilega breyta.

Við í Dögun viljum margt og um það má lesa á heimasíðu okkar en án stuðnings almennings erum við áhrifalaus. Þess vegna þurfum við ykkar stuðning svo að við verðum virkilega VIÐ. Ef við stöndum saman sem VIÐ þá er allt mögulegt, jafnvel nýtt Ísland.

Núna um helgina munum við taka ákvarðanir um mörg af stefnumálum Dögunar. Þess vegna er mikilvægt að almenningur kynni sér niðurstöðu Landsfundar og kanni hvort hann geti ekki samsamað sig  stefnu okkar.

Innan Dögunar eru bæði gamlar og nýjar hetjur. Einstaklingar sem hafa barist ártugum saman fyrir réttlæti og eru alsettir skrámum eftir baráttu áranna. Þeir búa að reynslu, þolgæði og viðsýni. Samtímis eru yngri hetjur með eldmóðinn og óþolinmæðina. Síðan höfum við hóp sem er svona mitt á milli. Við erum hópur sem vill bjóða sig fram í einlægni og gefa þjóðinni kost á að kjósa eitthvað annað en hefðbundna spillingu og svik fjóflokksins. Það má segja að fjórflokkurinn hafi átt að sinna sínu hlutverki fyrir væntingar almennings en hann brást. Við í Dögun erum reiðubúin að taka að okkur hutverkið. Við erum að bjóða okkur fram til að berjast fyrir réttlæti. Stöndum saman, öðruvísi er það ekki hægt, þ.e.a.s. ef við viljum breytingar okkur öllum til hagsbótar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála og takk fyrir síðast Helga mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2013 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband