Takk Frjálslyndir

Ég vil þakka öllum þeim sem studdu við bakið á mér í kosningabaráttunni. Undanfarnar vikur hafa verið ótrúlega gefandi og lærdómsríkar. Það hefur verið mér dýrmæt lífsreynsla að fá að hitta fjölda fólks og deila með þeim áhyggjum af framtíðinni. Ég hef verið þess fullviss að við í Frjálslynda flokknum værum með góða stefnu sem ætti erindi til þjóðarinnar. Ég vona svo sannarlega að okkar rödd hafi skipt máli í kosningabaráttunni og að hún fái að hljóma áfram.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Leiðinlegt að heyra að FF hafi ekki náð neinum manni inn en ég þakka samt öllum sem nýttu sinn atkvæðisrétt og kusu FF og létu atkvæðið ekki ógildast sem hefði þýtt stuðningur við stóru flokkana, ég kaus X-O og er tiltölulega sáttur við úrslitinn en ég hræðist þessa VG dýrkun og ef fólkið heldur að VG muni bjarga efnahag þessa lands þá er það gjörsamlega á villu vegar og ég fagna því að Kolbrúnka sé farin af þingi og mig langar að þakka henni fyrir að VG náði ekki meiri kjöri.

Sævar Einarsson, 26.4.2009 kl. 10:50

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég tek undir orð þín Helga mín. Þú stóðst þig sem hetja og varst virkilega flott.

Sigurður Þórðarson, 26.4.2009 kl. 10:58

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Verst að svona fór, ég hefði viljað sjá þig inni ...  ... en nú taka betri tímar við! En þú og Kalli stóðu ykkur bæði eins og hetjur!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.4.2009 kl. 14:55

4 identicon

Helga, þið í Reykjavík stóðuð ykkur eins og hetjur. Og við öll Frjálslynd um land allt. Sjáumst baráttu glöð fyrir næstu kosningar.

Kv. Helgi

Helgi (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 19:47

5 Smámynd: Benedikta E

Það er eftirsjá að Frjálslyndaflokknum - ég álít að fjölmiðla spillingin hafi átt sinn þátt í því - þeir hafa rekið svo einhliða áróðurs miðlun og Frjálslyndiflokkurinn fór ekki varhluta af því........

Ég hef þá trú að það komi dagar og komi ráð fyrir Frjálslyndaflokkinn - það eru sveitastjórnarkosningar að ári..............

En fjölmiðlaspillingunni verður að linna -  að ég tali nú ekki um á - ríkisfjölmiðli eins og RÚV

Með kveðju.

Benedikta E, 27.4.2009 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband