Garpamót í sundi!!

Íslandsmót Garpa í sundi hófst í dag. Það fer fram í Sundlaug Kópavogs. Ég og litli bróðir minn erum þátttakendur og keppum fyrir Tindastól. Mótsgestir og haldarar mættu hressir og spenntir í dag. Allt gekk stórslysalaust fyrir sig ef frá er talið örstutt andlát skeiðklukkunnar í upphafi móts. Hún var snarlega endurlífguð og mótið gat hafist.

Ég stakk mér tvisvar í laugina og uppskar tvö gull. Litli bróðir fékk tvö silfur. Nú verð ég að fara að sofa því keppt verður allan daginn á morgun.

IMG 1973

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG 1966

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG 1963

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG 1957

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Takið eftir að litli bróðir, Sigurjón, telur ferðirnar mínar. Að sjálfsögðu höfum við allt sem skiptir máli innan fjölskyldunnar, ekki satt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Til hamingju með árangurinn. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.5.2009 kl. 02:42

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

En, Helga, hver tók myndirnar? Þú átt greinilega dyggan aðdáanda þar líka. Og til hamingju með gullin, þú ert komin á toppinn.

Berglind Steinsdóttir, 2.5.2009 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband