Mætum á Austurvöll

Núna er mjög mikilvægt að við veitum stjórnvöldum aðhald. Ríkisstjórnin er ekki að veita heimilunum þá von sem þau svo sárlega þurfa á að halda. Það á bara að bíða þangað til allt er komið í þrot. Þetta er stórhættulegt og margir gefast upp og flýja land. Það er háskalegur leikur að gera ekki neitt fyrir heimilin í landinu því eftir því sem fleiri flýja land verða færri til að borga skatta og skyldur. Hagsmunasamtök heimilanna standa fyrir samstöðufundi á Austurvelli kl 15 laugardaginn 23.maí.  Þetta er frábært framtak og vonandi verður góð mæting. Setjum fram nýjar kröfur. Skiptum áhættu eðlilega milli þeirra sem tóku lán og þeirra sem veittu þau og burt með verðtrygginguna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Heyr, heyr!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 23.5.2009 kl. 01:30

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.5.2009 kl. 03:10

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Hún er ansi beinskeytt þessi trítilóða önd, en það er nú heilmikið til í þessu sem hún er að segja. -  Hugsaðu um það mín kæra bloggvinkona.

Hverju var annars verið að mótmæla ég náði því nefnilega ekki alveg?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 26.5.2009 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband