Borgum Icesave-Af því bara

Mér finnst svo skrítið hvað margir virðast sætta sig við þá söguskýringu stjórnvalda að við verðum að borga Icesaveskuldina. Hvers vegna er samningurinn ekki lagður fram og kynntur fyrir þjóðinni? Af hverju allt þetta leynimakk um minnismiða og hótanir um að EES samningurinn sé í hættu. Treystir fólk virkilega þessum mönnum í blindni? Hvar endar vald Alþingis til að taka á sig skuldir? Eru menn þvingaðir til að setja þjóðina í skuldafangelsi og hverjir eru það sem hóta okkur? Mér finnst ótækt að menn skrifi upp á svona óljósan samning. Það er allavega ekki nóg fyrir mig að heyra að við gætum hugsanlega sloppið vel. Mér finnst líka undarlegt hvað fjölmiðlamenn eru ragir við að krefja stjórnvöld um svör.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Lestu blogg Baldvins Jónssonar  ->   http://baldvinj.blog.is/blog/baldvinj/   Þetta er áhugaverð lesning. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.6.2009 kl. 01:17

2 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Kolbrún, ég er búin að lesa það og mæli svo sannarlega með því.

Helga Þórðardóttir, 12.6.2009 kl. 01:21

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég heyrði í stjörnu-þingmanni Samfylkingarinnar sem vildi borga Icesve fyrir dætur sínar en hann hefur ekki séð samkomulagið frekar en við hin!

Þetta er svona sjónarmið útaf fyrir sig eða þannig.

Sigurjón Þórðarson, 12.6.2009 kl. 01:28

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég læt ekki setja mig og mína í þetta skuldafangelsi - svo mikið er víst.

Arinbjörn Kúld, 12.6.2009 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband