Heiða vinkona handtekin af stjórnvöldum en Sigurjón bankastjóri hvítþveginn í Kastljósinu

Hvað er eiginlega í gangi í íslensku samfélagi? Heiða okkar var handtekin fyrir borgaralega óhlýðni fyrir framan Alþingishúsið  í dag. Það sem hún vann sér til saka var að sitja fyrir framan Alþingishúsið og mótmæla því að stjórnvöld skrifi upp á Icesave samninginn.  Á sama tíma er Sigurjón Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans hvítþveginn í Kastljósinu af lögfræðingi  sínum fyrir lána  sjálfum sér 70 milljónir úr eigin lífeyrissjóði. Í hvaða liði eru stjórnvöld? Ætla þau að standa með Heiðu eða Sigurjóni bankastjóra?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Stjórnvöld eru greinilega í liði með spillingunni. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.6.2009 kl. 02:15

2 Smámynd: Helga Þórðardóttir

jóna ég er satt að segja að komast að sömu niðurstöðu,því miður.

Helga Þórðardóttir, 16.6.2009 kl. 02:20

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég spyr hvers vegna ríkistjórn bauð ekki mér og fleiri að taka séreignarsparnaðinn út í lánsformi. Bréf á móti peningum.

Nú lít ég svo á að skatturinn sem bankinn tekur af mínu sé þjófnaður með velvild Jóhönnu og Co.

Ég myndi þá bara endurgreiða sjálfum mér 65 ef ég á pening þá.

Ríkisstjórnin er þá að stela 38% af séreignasparnaðinum?

Júlíus Björnsson, 16.6.2009 kl. 03:01

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Já svona er Ísland í dag undir stjórn Steingríms og Jóhönnu.  Hvenær ætlar þjóðin að skilja að ekkert breytist fyrr en gömlu flokkarnir eru lagðir niður.  Sami rassinn undir þessu öllu eins og gamla fólkið hefur alltaf sagt.

Andri Geir Arinbjarnarson, 16.6.2009 kl. 09:36

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Með SÞÁ að sjálfsögðu.

Arinbjörn Kúld, 16.6.2009 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband