Skoðanir Halldórs Ásgrímssonar fyrsta frétt

Hér er allt á hvínandi kúpunni og við erum stórskuldug þjóð. Stjórnvöld standa frammi fyrir stærsta nauðungarsamningi sem þekkist í sögu okkar Íslendinga. Hvað voru stór mál í fréttatíma sjónvarpsins í kvöld? Það var leitað álits hjá Halldóri Ásgrímssyni um stöðuna. Hann var eins og álfur út úr hól og virtist alveg koma af fjöllum varðandi Icesave, aumingjans maðurinnn, enda búsettur í Danmörku. Tekur einhver mark á þessum manni sem er búinn að stunda þvílíka hagsmunapólitík að það hálfa væri nóg.Hann er sjálftökustökustórnmálamaður af verst sort. Næsta frétt var viðtal við Jóhönnu þar sem hún dásamaði hvað það hefði verið góður fundur á Egilsstöðum og hvað allir væru hrifnir að því að við værum hugsanlega að fara í aðildarviðræður við ESB. Er íslenska þjóðin að fá upplýsta umræðu um það sem er að gerast í þjóðfélaginu? Eru þeir sem steyptu þjóðfélaginu á hausinn að stjórna fjölmiðlunum.? Ég bara spyr vegna þess að eini þátturinn sem mér finnst eitthvað varið í er Spegillinn hjá RÚV. Þar er spurt gagnrýninna spurninga og kafað ofaní hlutina eins og Sigrún Davíðsdóttir hefur gert svo vel

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Það tekur enginn mark á Halldóri Ásgríms í dag.  Það er útilokað.  Manninum sem ber höfuðábyrgð á kvótakerfinu sem innherji og setti Ísland á lista yfir stríðsviljugar þjóðir í kolólögri innrás í Írak,  með tilheyrandi hörmungum fyrir þarlendra. 

  Lengi verður í minnum haft þegar þessi trúður lýsti því yfir sem heimssögulegum viðburði er nokkrir Íslendingar ultu í Írak um útbrunnar sinnepstúpur frá Bandaríkjunum síðan í innrás Íraks í Írak.  Kappinn sagði orðrétt:  "Ég vissi alltaf að það væru gereyðingavopn í Írak". 

  Þvílíkt fífl!

Jens Guð, 16.6.2009 kl. 00:49

2 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Sammála Jens og þess vegna finnst mér undarlegt að fjölmiðlar séu að eltast við manninn og hygla honum.

Helga Þórðardóttir, 16.6.2009 kl. 01:01

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kröftug skrif hjá þér, Helga, en því miður ferðu þarna með rétt mál!

Nema kannski rétt í lokin: Spegillinn hefur mikið verið misnotaður til Ebé-áróðurs. Sigrún Davíðsdóttir er reyndar saklaus af því, það ég veit, og er góður fréttamaður og eins hann Jón Guðni Kristjánsson. Einhver (nýr?) fréttamaður var þar í kvöld með gott viðtal við hann Lárus Blöndal hrl. um hinn óásættanlega Icesave-samning (farið inn á tengilinn!). En það er hörmung að hlusta á hann Gunnar Gunnarsson, maður lifandi. – Ciao, signora.

Jón Valur Jensson, 16.6.2009 kl. 02:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband