Vinnubrögð Alþingis

Vinnubrögðin á hinu háa Alþingi virðast vera nokkuð undarleg þessa dagana. Mönnum virðist mikið í mun að komast í frí og vilja drífa mikilvæg mál í gegn sama hvað það kostar. Greinilegt er að öllum brögðum er beitt til að keyra þingmál sem hraðast í gegn. Frásögn Margrétar Tryggvadóttur er dapurt dæmi um vinnubrögð Ríkisstjórnarinnar. Sjá hér. Gott er að hafa fólk á þingi sem segir okkur frá því sem er að gerast á þessum vinnustað þar sem  ákvarðanir eru teknar sem skipta okkur almenning máli. Þar sem Icesave samningurinn gæti valdið þjóðargjaldþroti ætla ég að vona að þingmenn vandi sín vinnubrögð í hvívetna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

Ekki þarf að hafa áhyggjur af því að þau á hinu háa alþingi séu að hugsa um þjóþina, NEI NEI það eru þau ekki að gjöra  heldur útrásarvíkingum og spilltum embættismönnum, Þeim verður hampað og fá fálkaorðu úr hendi Ólafs þegar hann hefur skrifað undir ísþjófa samningin, von mín að þau vakni af þyrnirósarsvefninum firir helgi

Jón Sveinsson, 21.7.2009 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband