Síðan hvenær hefur maður orðið ríkur á því að taka lán

Síðustu vikur hef ég mikið velt því fyrir mér hvers vegna stjórnvöld leggja ofurkapp á það að taka lán í útlöndum. Þessi lán eiga síðan að liggja inni á einhverjum reikningum í útlöndum sem einhvers konar merkimiði um það að við séum rík þrátt fyrir allt. Ég sem venjuleg húsmóðir hef bara engan veginn skilið þessi rök. Lánum fylgja vextir sem auka útgjöld heimilisins. Ég varð því nokkuð glöð þegar ég uppgötvaði að fleiri en ég væru hugsandi yfir þessari stefnu stjórnvalda Jón Steinsson lektor í hagfræði við Columbía háskóla segir nefnilega að allt of mikið sé gert úr mikilvægi þess að byggður sé upp stór íslenskur gjaldeyrisvarasjóður með lánum frá AGS. Sjá hér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er alfarið á móti meiri lántökum, ég hef sjálf verið að greiða niður lán undanfarin 18 ár.  Stjórnvöld ættu að gera það sama, ekki borga lán með lánum.  Svo vil ég undirstrika ósk mína burt með AGS og kjósa á móti IceSlave..!!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.8.2009 kl. 03:07

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Orð í tíma töluð. Lán eru ólán.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.8.2009 kl. 00:11

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Lán þessi á að nota til að borga út krónu- og jöklabréfin og þjóðin borgar fyrir þetta fjárhættuspil ofan á icesave brjálæðið. Við erum sko rík.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 10.8.2009 kl. 23:08

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég verð að viðurkenna að ég hafði bara ekki hugsað útí þessi mál áður en eftir að þessi umræða kom upp hef ég komist að eftirfarandi niðurstöðu:  Endurreisn efnahagslífsins á Íslandi átti að fara fram í "samvinnu" við AGS, en í hverju fólst "samvinnan" jú Íslendingar áttu að framkvæma skilyrði AGS, sem síðan greiddu út RISALÁN til Íslands, sem síðan átti að STÆRSTUM hluta að fara í að KAUPA GJALDEYRI til að STYRKJA gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans, sem aftur átti að STYRKJA GENGI Íkr en ekkert gerist ennþá (vel að merkja er AGS ekki BÚIÐ að greiða út nema fyrsta hluta lánsins) en þrátt fyrir það sem hefur verið gert, sem er að sögn talsmanna ríkisstjórnarinnar nokkuð mikið, er KRÓNAN enn í frjálsu falli og ekki að sjá neina breytingu þar á.  Ef tilgangurinn með miklum gjaldeyriskaupum á að vera að "styrkja" gengi krónunnar þá verður mun meira að koma til eins og t.d vöruskipti við útlönd verða að vera hagstæð til lengri tíma, rekstur hins opinbera verður að vera í jafnvægi með öðrum orðum það þarf að koma böndum á þensluna í útgjöldum ríkisins, bankakerfið VERÐUR að vera fært um að sinna skyldum sínum við atvinnulífið og almenning og Íslendingar verða að hætta að taka lán til að greiða með skuldir.  Það má leiða að því líkum að með því að kaupa GJALDEYRI til þess að styrkja gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans í þeim tilgangi að styrkja gengi krónunnar, styrkist krónan kannski í nokkra daga, en MESTA STYRKINGIN VERÐI Á GENGI ÞESS/ÞEIRRA GJALDMIÐLA SEM VERÐA KEYPTIR.  Eins og fram kemur í fréttinni þá er "lánið" frá AGS hærra en Ices(L)ave, halda menn virkilega að við ráðum við að greiða þetta "lán", sem á að mestu að fara í MIKLA óvissu (að styrkja gengi krónunnar sem er með öllu óvíst að takist) og einnig að greiða af Ices(L)ave?  Ég veit ekki betur en fjárhættuspil sé BANNAÐ hér á landi en svo ætlar ríkisstjórnin að hafa forgöngu um að brjóta þetta bann.  Ég vona að mér hafi tekist að koma mínum sjónarmiðum þokkalega faglega á framfæri.  Það hefur aldrei þótt bera vott um hagsýni að taka lán og á HÁUM vöxtum og leggja inn á reikning sem ber LÁGA vexti.  Hvað ætli líði langur tími þar til höfuðstóll lánsins er uppurinn og ekkert eftir nema SKULDIN?

Jóhann Elíasson, 11.8.2009 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband