Austurvöllur-Fimmtudag-13 ágúst!!

Það er boðað til mótmæla við Austurvöll á fimmtudaginn. Margir aðilar og hópar sameinast um þessi mótmæli. Um er að ræða einstaklinga og félög sem eru andsnúin ríkisábyrgð á IceSave samningnum. Ég hvet sem flesta að mæta.

IceSave málið er mjög sérstakt mál, að minnsta kosti hér innanlands. Ferill ríkisábyrgðarinnar ber þess merki að hún hefði átt að samþykkjast á Alþingi í einum hvelli. Reyndar varð hvellur en ekki sá sem forkólfar Ríkisstjórnarinnar höfðu vonast eftir. Hugmynd þeirra var að koma þessu máli frá til að geta snúið sér að öðrum mikilvægari þjóðþrifamálum. Jóhanna vildi rós í hnappagatið áður en hún heimsækir vina sína í Brussel. Steingrímur ætlaði sér að stýra fjármálum ríkisins í einhvers konar Hróa Hattar stíl. Til allrar hamingju, fyrir okkur Íslendinga, þá gerðist einhver svo ósvífinn að spyrja hvort við hefðum efni á þessum IceSave greiðslum. Um það snúast þessi mótmæli, hvort Ísland fari á hausinn í náinni framtíð. Þetta er kjarnaatriðið.

Bretar eiga sér langa sögu í slíkum milliríkjasamskiptum sem við upplifum núna. Við getum rifjað upp Ópíum stríðin við Kínverja á þar síðustu öld, þá var fyrst reynt að semja en síðan var herinn sendur. Bretar hafa haft betur eins og vænta má, reyndar er smá skuggi á sigurgöngu nýlenduveldis þeirra. Í þrígang hafa þeir þurft að hverfa af vettvangi með herveldi sitt. Þá héngju nokkrir þorskhausar á spýtunni. Í raun er sigur okkar Íslendinga í þorskastríðunum mjög merkilegur.

Af þessum sökum eru margir erlendir aðilar sem fylgjast grannt með þessum slag. Við munum skapa visst fordæmi með lyktum þessa máls. Þess vegna er ábyrgð okkar mikil. Ég tel að að öllum erlendum aðilum sem kynna sér málið sé ljóst að við eigum ekki að borga. Þetta er fyrst og síðast kúgun af hálfu Bretanna og þannig er litið á málið, séð að utan.

Því vekur það furðu að "hið mikla samviskubit" virðist vera innlend framleiðsla okkar Íslendinga. Þegar ráðist er á þjóð þá eru venjuleg viðbrögð þegnanna að standa saman gegn innrásinni. Bretum hefur tekist að kljúfa fylkingu okkar því þeir vita að sundraðir föllum vér. Auk þess þyrstir þá í hefnd vegna Þorskastríðanna. Nú skiptir öllu máli að við stöndum saman því þá sigrum við.

Mætum öll á Austurvöll.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Góður pistill hjá þér Helga sem ég vona að virki til að hreinsa samvisku einhvers sem telur það siðferðislega ábyrgð okkar að skrifa undir þennan nauðungarsamning!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 11.8.2009 kl. 23:37

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Klukkan hvað er mæting? 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.8.2009 kl. 01:35

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þetta er viðburður inn á Fésinu en ég finn hann ekki núna Minnir samt endilega að hann byrji kl. 17:00.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 12.8.2009 kl. 02:31

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þrjóskan í mér fann þetta loksins hér: http://www.facebook.com/event.php?eid=118369285667&ref=mf og jú þetta byrjar kl. 17:00

Rakel Sigurgeirsdóttir, 12.8.2009 kl. 02:39

5 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Takk Rakel fyrir að svara fyrir mig. Verður þú í bænum á morgun? Það væri gaman að hittast á Austurvelli.

Helga Þórðardóttir, 12.8.2009 kl. 12:04

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Því miður Ásta S. Hafberg kom með þá ágætu hugmynd að fólk á landsbyggðinn setti upp hvítt lak á áberandi stað til að sýna samstöðu. T.d. á grindverk, svalahandrið, snúrur eða út í glugga. Mér finnst hugmyndin ágæt ekki síst vegna þess að ef fer fram sem horfir þá þurfum við að finna aðferð fyrir þá sem vilja styðja mótmæli eins og þessi en hafa ekki tækifæri til að vera á staðnum vegna fjarlægðarinnar.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 12.8.2009 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband