Viðbrögð við ábendingum Gunnars Tómassonar

Gunnar Tómasson hagfræðingur kemur með þarfar ábendingar til stjórnvalda en hvernig bregðast þau við. Þetta er allt tóm þvæla og hér er allt í besta lagi. Eitthvað minnir þetta á viðbrögð stjórnvalda þegar bent var á vandamál bankanna fyrir hrun. Þegar Danir gagnrýndu okkur þá voru þeir vændir um afbrýðisemi í okkar garð. Ég heyrði á kaffistofunni í dag að það ætti ekki að hleypa svona kolrugluðum manni í útvarpið og hræða líftóruna úr fólki. Ætlum við aldrei að læra af reynslunni og leyfa gagnrýna hugsun í þessu samfélagi og spyrja okkur að því hvort allt sé satt sem kemur frá stjórnvöldum.Ég er sannfærð um það að Gunnar vill þjóð sinni vel og ættu menn svo sannarlega að hlusta á þau ráð sem hann bendir okkur á til úrlausnar í stað þess að bakka stöðugt í vörn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Akkúrat

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.10.2009 kl. 23:22

2 identicon

Afskaplega einkennilegur boðskapur starfsmanns Seðlabankans í Speglinum í kvöld getur vart talist vera annað en stuðningur við viðvaranir Gunnars Tómassonar.

Helga (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 23:30

3 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Takk fyrir innlitið stöllur. Það er svo gott að vita af hugsandi fólki á Íslandi. Ég er stundum  svo gjörsamlega ráðþrota yfir umræðunni í þjóðfélaginu.

Helga Þórðardóttir, 20.10.2009 kl. 23:47

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Gylfi alla vega viðurkenndi að skuldirnar væru 240% af landsframleiðslu

http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item308021/

Það sem er erfitt hjá okkur er hinsvegar þessir geysilegu vextir sem þarf að greiða í gjaldeyri. Við skulum ekki gera ráð fyrir að gengið hækki á næstunni og ég hef grun um að stjórnin vilji að það lækki enn frekar. Það mundi laga viðskiptajöfnuðinn og skaffa meiri gjaldeyri og þess vegna tala þeir um að aflétta gjaldeyrishöftum í lok nóvember.

Við eigum ekki von á betri tíð með blóm í haga. Það er næsta víst.  Megum þakka fyrir ef skuldir Landsvirkjunar og Orkuveitunnar verða ekki gjaldfelldar

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 21.10.2009 kl. 00:35

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Heyrði forsetan ræða við Sðölva í gær og hann sagði að við yrðum að fara að hlusta á gagnrýnisraddirnar og vega þær og meta, en ekki endalaust blása á þær.  Þetta er alveg hárrétt hjá ykkur Ólafi Ragnari Helga mín.  Ég treysti dómgreind Gunnars Tómassonar mjög vel. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2009 kl. 10:45

6 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Tek undir þessa færslu.

Andri Geir Arinbjarnarson, 22.10.2009 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband