Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Getur íslenskt ættarsamfélg horfst í augu við sannleikann með Evu Joly

Nú verðum við að gyrða okkur í brók og fara að óskum Evu Joly. Ég vona svo sannarlega að stjórnvöld sýni þor og dug og fari eftir ráðleggingum Evu annars verður allt vitlaust í samfélaginu. Ég er sannfærð um það að ef við komumst ekki að  sannleikanum í bankahruninu og rannsökum ekki málið til hlítar þá mun ekki gróa um heilt hjá okkar litlu þjóð.
mbl.is Skoða þörf á auknum útgjöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Austurvöllur kl.15 í dag

Mætum á Austurvöll í dag til að mótmæla þessu Icesave rugli. Krefjumst svara og sýnum að okkur er ekki sama. Látum ekki þingmenn setja okkur í skuldafangelsi til fjölda ára. Svona aðeins til skýringar á því hvað þetta eru hrikalegir vextir sem við erum að taka á okkur. Þá samsvara vextirnir byggingu fjörtíu grunnskóla árlega en það kostar um það bil einn milljarð að byggja grunnskóla. Þá er ég bara að tala um vextina og hvað þá með lánið sjálft. Þetta dæmi gengur einfaldlega ekki upp.

Ofurtrú á vinstri menn.

Ég hef verið í sambandi við all nokkra í dag. Það er greinilegt að hluti þjóðarinnar álítur Steingrím og Jóhönnu vera að gera góða hluti með þessari svokölluðu lausn Icesave deilunnar. Mér finnst það aðallega vera eldri einstaklingar sem hafa beðið alla ævi eftir vinstri stjórn á Íslandi. Þessir einstaklingar trúa engu illu á vinstri stjórnina, þau hljóta að vera að gera gott. Annað sem einkennir fyrrnefnda einstaklinga er að þau skilja alls ekki tölurnar. Skilja ekki hvað það er að bæta rekstri eins Landspítala ofaná fjárlögin si svona. Merkilegt, þeim finnst jafnvel að það sé okkar að borga skuldir óreiðumanna og við höfum bara sloppið vel.
mbl.is Erfitt að skrifa undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Steingrímur taglhnýtingur Jóhönnu

Þetta er brjálæði! Þurfum virkilega  við að greiða 37 milljarða í vexti á ári?  Ég set stórt spurningamerki við það að við greiðum þessar skuldir og í öðru lagi finnst mér þetta alveg ótrúlegir vextir. Ég er nýbúin að kynna mér vexti í Svíþjóð og þeir eru mun lægri en þetta. Af hverju taka Bretar ekki bara eignirnar upp í skuldina og sækja svo sjálfir þessa peninga til þeirra sem stofnuðu til þessara skulda. Við getum boðist til að hjálpa þeim við leitina að ábyrgðarmönnunum.  Ætla VG virkilega að koma okkur í þessa skuldasúpu. Ég vil bara ekki trúa því þar sem þeir þurfa ekki að selja okkur fyrir inngöngu í ESB eins og  Samfylgingin virðist vilja gera.
mbl.is Hækkar um 37 milljarða árlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband