Ofurtrú á vinstri menn.

Ég hef verið í sambandi við all nokkra í dag. Það er greinilegt að hluti þjóðarinnar álítur Steingrím og Jóhönnu vera að gera góða hluti með þessari svokölluðu lausn Icesave deilunnar. Mér finnst það aðallega vera eldri einstaklingar sem hafa beðið alla ævi eftir vinstri stjórn á Íslandi. Þessir einstaklingar trúa engu illu á vinstri stjórnina, þau hljóta að vera að gera gott. Annað sem einkennir fyrrnefnda einstaklinga er að þau skilja alls ekki tölurnar. Skilja ekki hvað það er að bæta rekstri eins Landspítala ofaná fjárlögin si svona. Merkilegt, þeim finnst jafnvel að það sé okkar að borga skuldir óreiðumanna og við höfum bara sloppið vel.
mbl.is Erfitt að skrifa undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Satt og dapurt.  Málið er að þetta fólk eru ekkert annað en vanvitar.

Baldur (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 23:28

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Jóhanna og Steingrímur skrifa upp á 650 milljarða skuldahlass og sá skuldabaggi sem kemur  í hlut Skagfirðinga einna að greiða af er um 9 milljarðar og árlegir vextir af milljörðunum 9 eru um 500 milljónir á ári. 

Íslenskt samfélag ræður ekki við þetta - það er kristaltræt.

Sigurjón Þórðarson, 6.6.2009 kl. 23:44

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Samfylkin er fyrst og fremst ESB flokkur. Ég velti því fyrir mér hvort það þýði að þau setji hagsmuni ESB ofar íslenskum hagsmunum?

Sigurður Þórðarson, 6.6.2009 kl. 23:45

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þið eruð nú meiri bullukollarnir !

Hvað hefðuð þið gert ?

Óskar Þorkelsson, 7.6.2009 kl. 00:12

5 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Óskar Ég hefði í fyrsta lagi ekki samið um þessa háu vexti. Ég hefði  hreinlega viðurkennt að við gætum aldrei borgað þessa skuld þar sem hún er of stór biti fyir þessa fámennu þjóð. Ég hefði reynt að koma alþjóðasamfélaginu í skilning um það að við sem þjóð tókum ekki þessa peninga heldur örfáir menn sem eiga að sæta ábyrgð. ég vil ekki að börnin mínborgi skuldir óreiðumannanna um ókomna framtíð. ég óttast að margir gefist upp og flýi land. Þetta er engin draumastaða en ég hefði að minnsta kosti ekki gefist upp svona auðveldlega. Kannski hefði verið hægt að semja til hundrað ára. Allavega hlytur að vera einhver önnur leið til en þessi. Mér er spurn ert þú bara sáttur og glaður með þetta?

Helga Þórðardóttir, 7.6.2009 kl. 00:32

6 identicon

Heil ESB! Heil ESB! Heil ESB!

Allt þetta er gert í þeirri heimsku að sækja um ESB "töfralausn" samfó....

Þór (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 00:36

7 identicon

Komið þið sæl; Nafna - og þið önnur, hver geymið síðu hennar, og brúkið !

Nafni minn; Þorkelsson ! Hver andskotinn; viðheldur þýlindi þínu, við fordæðuskap kerlingarsniptarinnar; Jóhönnu, og þeirra Steingríms ?

Glæpaverk; hinna frjálshyggju flokkanna, B og D lista, geta aldrei réttlætt þessi myrkraverk, hver nú eru unnin, af hálfu S og V lista, dreng stauli !

Vaknaðu; drengur - vaknaðu !!!

Með Dauða tilhlökkunar kveðjum (miðað við núvernadi stjórnar far) - þó; tóbak og kaffi haldi í líftóru vorri enn gangandi, að nokkru /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 02:43

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Fyrir jól hét það hægri nýfrjálshyggja. Eftir jól er það vinstri nýfrjálshyggja. Ég sé engan mun Hvort tveggja úr sér gengið og þar af leiðandi ónothæft!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 7.6.2009 kl. 06:50

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Óskar Ég hefði í fyrsta lagi ekki samið um þessa háu vexti. Ég hefði  hreinlega viðurkennt að við gætum aldrei borgað þessa skuld þar sem hún er of stór biti fyir þessa fámennu þjóð.

Ef fjármagnseigandinn, í þessu tilviki bretar, er ekkert á því að gefa eftir með vextina þá er afskaplega lítið sem íslendingar geta gert. Samningsstaða okkar er ekkert ósvipuð og hjá rottu í gildru..  Ef við segjum að við getum ekki borgað og farið þá leiðina þá eru íslandi allar bjargir bannaðar, okkur yrði útskúfað úr samfélagi þjóða á þann hátt að engar fyrirgreiðslur okkur til handa kæmu nema í gegnum hjálparstofnanir á borð við rauða krossinn.

Island er algerlega háð innflutningi, allt sem við notum og nýtum er háð innflutningi. fáar þjóðir heims standa eins illa að vígi og við ef í harðbakkan slær. 

Nafni minn, ég kaus ekki samfylkinguna né VG svo þýðlindi mitt við þessa flokka er ekki mikið. Hinsvegar hef ég akkurat enga trú á því að íslendingar geti stjórnað sínum málum sjálfir.. það hefur saga okkar síðan 1944 sýnt og sannað rækilega.

Óskar Þorkelsson, 7.6.2009 kl. 11:07

10 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Óskar, það er rétt að duglausir menn hafa stýrt þjóðarbúinu og gera enn.

Ég tek ekki undir það að samningsstaða okkar sé svipuð og rottu í gildru. Samningsstaða okkar var sterk en duglausir menn klúðruðu henni svona rétt eins og þeir hafa klúðrað öllu sem þeir hafa komið nálægt.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.6.2009 kl. 13:59

11 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Óskar Þorkelsson, 

við erum ef til vill eins og rottur í gildru. Ég vil miklu fremur deyja með sæmd en láta taka mig sólarlausa endann.

Gunnar Skúli Ármannsson, 7.6.2009 kl. 21:28

12 identicon

Erum við búin að glata glórunni hvernig dettur nokrum manni i hug að versla við baugsveldið og önnur glæpa gengi sem settu okkur í þessa skuld  það eru til heiðarlegir kaupmenn ennþá hér á landi sem hafa alltaf barist við þjófana og tórað hvernig væri nú að versla við þá .

þeir sem versla við glæpamennina eiga ekkert betra skilið en ices. vexti  við viljum þjóðaratkvæðagriðslu um þetta mál þannig að þeir sem eru ekki tilbúnir að þræla fyrir þessa glæpa menn geti flutt úr landi ég er búinn að fá nóg og er byrjaður að pakka og ætla að hverfa héðan með sorg í hjarta enda hver getur lagt þetta á börnin sín ætla að auglísa eftir fólki sem er í sömu hugleiðingum og látum bjóða í flutninginn út þurfum að safna 300 gámum til að fá skip frá danmörku  til að fá gottverð á gáminn því að landinu er og hefur verið stýrt af glæpamönnum og verður þannig áfram nema að til komi VOPNUÐ BILTING

Björn Karl Þórðarson (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband