Mætum á Austurvöll

Núna er mjög mikilvægt að við veitum stjórnvöldum aðhald. Ríkisstjórnin er ekki að veita heimilunum þá von sem þau svo sárlega þurfa á að halda. Það á bara að bíða þangað til allt er komið í þrot. Þetta er stórhættulegt og margir gefast upp og flýja land. Það er háskalegur leikur að gera ekki neitt fyrir heimilin í landinu því eftir því sem fleiri flýja land verða færri til að borga skatta og skyldur. Hagsmunasamtök heimilanna standa fyrir samstöðufundi á Austurvelli kl 15 laugardaginn 23.maí.  Þetta er frábært framtak og vonandi verður góð mæting. Setjum fram nýjar kröfur. Skiptum áhættu eðlilega milli þeirra sem tóku lán og þeirra sem veittu þau og burt með verðtrygginguna.

Notalegir dagar á Norðfirði

Eyddi helginni í góðu yfirlæti hjá eiginmanninum á Norðfirði eða í Neskaupsstað. Það var ekkert netsamband á dvalarstað okkar hjóna. Fyrst var ég svolítið pirruð yfir þessu en svo gerði ég mér grein fyrir því að ég hefði hreinlega gott af nokkurra daga netfríi eftir annríki undanfarinna mánaða. Ég las m.a. frábæra bók,Glerkastalann eftir Jeannette Walls, get svo sannarlega mælt með henni. Auðvitað var fylgst með Eurovision og þvílík spenna og gleði þegar úrslitin voru ráðin. Frábær frammistaða hjá Jóhönnu og okkar fólki. Ekki var síðra að lenda í henni Reykjavík í dag. Fegurðin og veðurblíðan sem tók á móti mér var ótrúleg. Þvílík breyting á nokkrum dögum, gróðurinn hefur hreinlega sprungið út. Allir eitthvað svo glaðir og bjartsýnir. Vonandi er þetta góðs viti.

Ég vil sjá visku og framtíðarsýn hjá stjórnmálamönnum

Hver er framtíðarsýn Ríkisstjórnarinnar. Ég á satt að segja mjög erfitt með að koma auga á hana. Flestar aðgerðir miðast við að taka á vandanum þegar barnið er dottið ofan í brunnin en ekki reynt að koma í veg fyrir hann. Væri ekki nær að koma í veg fyrir fjölda gjaldþrot heimila  með almennum aðgerðum en að vera stöðugt að lappa upp á ónýtt kerfi. Það er staðreynd að í okkar þjóðfélagi hefur réttur lánveitenda verið alger og það er hægt að elta skuldara út yfir gröf og dauða. Þessu verðum við almenningur að breyta með því að standa saman og láta í okkur heyra. Stjórnmálamenn sýnið visku og  vinnið þvert á flokka að lausnum fyrir íslenska þjóð. Oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn.

Opinn borgarafundur

Mánudaginn 11.maí verður opinn borgarafundur haldinn í Borgartúni 3 kl 20. Yfirskrift fundarins er skuldir heimilanna og aðgerðir. Frummælendur verða Marinó G.Njálsson frá Hagsmunasamtökum og Sveinn Aðalsteinsson. Marinó mun kynna hinar ýmsu aðgerðir sem Ríkisstjórnin hefur boðað í þágu heimilanna. Sveinn mun tala um skuldir og stöðu þjóðarbúsins og heimilanna. Mætum, fræðumst, verum viðmælendur og tökum virkan þátt í þjóðmálaumræðunni. Vonandi sé ég ykkur sem flest á fundinum.

Sendum Stulla í víking

Vonandi mæta margir á mótmælin við Austurvöll kl 13 í dag. Það veitir ekki af að hrista upp í ráðamönnum þjóðarinnar svo þeir fari  að koma sér að verki og hugsa um okkur almenning en ekki bara hugsa um það hvort við ætlum að ganga inn í ESB eða ekki. Ég er nokkuð viss um að vinur minn hann Sturla muni mæta með flautuna og vekja liðið. Ég hefði svo sannarlega viljað hafa hann innandyra því þá hefðu menn ekki komist upp með neinn moðreyk ef ég þekki minn mann rétt. Annars finnst mér að við ættum að senda Stulla ásamt fríðu föruneyti búsáhaldarfólks til London og baula á Gordon Brown. Hann má ekki komast upp með þetta þvaður um okkur Íslendinga maðurinn. Mótmælum öll.

Fleiri gagnlega Borgarafundi-takk

Í gærkvöldi hittumst við sem höfum staðið að opnum borgarafundum í fyrsta sinna eftir kosningabaráttuna. Það var ótrúlega gaman að hittast aftur og við vorum öll sammála um að þessir fundir okkar væru okkur bráðnauðsynlegir á þessum erfiðu tímum. Við sem stöndum að fundunum komum úr hinum ýmsu flokkum svo það má með sanni segja að við séum þverpólitísk hreyfing. Okkur var tíðrætt um það hve umræðan í kosningabaráttunni hafi oft á tíðum verið yfirborðskennd og léleg. Mönnum var tíðrætt um að stjórnmálamenn væru alls ekki að fylgjast með því sem væri að gerast í þjóðfélaginu. Þeir væru hreinlega í sínum eigin fílabeinsturni og að þeir væru ekki að gera sér grein fyrir stöðu fjölda fólks og hvað þá að gæta hagsmuna almennings. Við vorum öll sammála um að halda fundunum áfram,okkur til fróðleiks og vonandi einhverjum öðrum.

Balletsýning í dag.

Yngsta dóttirin dansaði í balletsýningu Klassíska Listdansskólans í dag. Hátíðin var haldin í Borgarleikhúsinu. Sýningin hefur aldrei verið glæsilegri. Gríðalegur metnaður er að baki slíku framtaki. Allt þetta snýst umhverfis eina manneskju að mestu. Það er Guðbjörg skólastjóri sem með ótrúlegri eljusemi hefur hafið þennan skóla í hæstu hæðir. Við segjum bara takk Guðbjörg.

Hér læt ég eina mynd fljóta með og þar er dóttirin með, að sjálfsögðu.

img_2107.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Guðlaug Anna er önnur frá vinstri


Garpamót í sundi!!

Íslandsmót Garpa í sundi hófst í dag. Það fer fram í Sundlaug Kópavogs. Ég og litli bróðir minn erum þátttakendur og keppum fyrir Tindastól. Mótsgestir og haldarar mættu hressir og spenntir í dag. Allt gekk stórslysalaust fyrir sig ef frá er talið örstutt andlát skeiðklukkunnar í upphafi móts. Hún var snarlega endurlífguð og mótið gat hafist.

Ég stakk mér tvisvar í laugina og uppskar tvö gull. Litli bróðir fékk tvö silfur. Nú verð ég að fara að sofa því keppt verður allan daginn á morgun.

IMG 1973

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG 1966

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG 1963

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG 1957

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Takið eftir að litli bróðir, Sigurjón, telur ferðirnar mínar. Að sjálfsögðu höfum við allt sem skiptir máli innan fjölskyldunnar, ekki satt?


Hver er skuldasetning þjóðarinnar? Fjölmiðlar kannið málið.

Hvað á maður að halda. Er einhvers konar þöggun í gangi um skuldsetningu þjóðarinnar? Hvers vegna er svona lítil umfjöllun um þessi málefni  hjá fjölmiðlum. Mér finnst að fjölmiðlamenn ættu virkilega að fara að kanna hver skuldastaða þjóðarinnar sé í raun og spyrja stjórnmálamenn um það hvernig þeir ætla að taka á málunum. Mér finnst þetta mun brýnna mál en að vera stöðugt að ræða um ESB aðild.
mbl.is Erfitt að standa undir skuldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB þras

Sorglegt að fylgjast með umræðunni um myndun nýrrar Ríkisstjórnar. Eina sem fjölmiðlamenn virðast hafa áhuga á er það hvort stjórnmálamenn séu tilbúnir að fara í ESB eða ekki. Það er eins og það sé sjálfsagt að þjóðin vilji ganga í ESB þar sem Samfylkingin fékk þetta mikla fylgi. Eftir að hafa tekið virkan þátt í kosningabaráttunni get ég  fullyrt að það var ekki Evrópusambandsaðild sem var efst í huga þeirra  Íslendinga sem ég ræddi við. Miklu fremur atvinnumálin, skuldir heimilanna og skuldastaða þjóðarinnar. Þjóðin á rétt á því að flokkarnir leysi þessa ESB deilu og komi sér að verki við að leysa vanda þjóðarinnar .Þeir verða að fara átta sig á því að það eru engir aðrir sem munu leysa vandann fyrir okkur.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband