Takk Frjálslyndir

Ég vil þakka öllum þeim sem studdu við bakið á mér í kosningabaráttunni. Undanfarnar vikur hafa verið ótrúlega gefandi og lærdómsríkar. Það hefur verið mér dýrmæt lífsreynsla að fá að hitta fjölda fólks og deila með þeim áhyggjum af framtíðinni. Ég hef verið þess fullviss að við í Frjálslynda flokknum værum með góða stefnu sem ætti erindi til þjóðarinnar. Ég vona svo sannarlega að okkar rödd hafi skipt máli í kosningabaráttunni og að hún fái að hljóma áfram.

F fyrir fólkið.

Nú skiptir öllu máli að allir fari og kjósi, nýti sér kosningarétt sinn. Þetta vald sem lýðræðið hefur í för með sér. Ég hvet hér með alla til að kjósa og taka afstöðu.

Við í Frjálslynda flokknum segjum F fyrir fólkið. Við erum ósátt við sérhagsmunagæslu, enda hefur okkur aldrei verið mútað.

Allir velkomnir á kosningaskrifstofur okkar í Glæsibæ og Kópavogi.


Frjálslyndir og framtíðin, F fyrir fólkið.

Veturinn hefur verið ótrúlegur. Bankahrunið og öll mótmælin. Ég mætti á Austurvöll flesta laugardaga, ég tók þátt í starfi Borgarafunda í allan vetur. Ég hitti hundruð manna, ég sá um opið hús í Borgartúninu í allan vetur og ræddi við alla þessa óánægðu einstaklinga. Mótmælin í vetur eru ekki í samræmi við niðurstöður skoðanakannana síðustu daga. Hvernig stendur á því að þeir flokkar sem rústuðu heimilunum og draumum okkar ætla fá góða kosningu á morgun.

Við í Frjálslynda flokknum viljum vinna okkur út úr kreppunni með auknum tekjum, meiri þorskafla, frjálsum handfæraveiðum, aukinni ylrækt og fleira og fleira. Við viljum ekki skatta né skera okkur úr kreppunni. Við teljum það ekki raunhæfa leið.

Ekki láta skoðanakannanir ákveða hvað þú kýst á morgun. Okkar rödd er lífsnauðsynleg fyrir Ísland. Stefna Frjálslynda flokksins eru hróp búsáhaldabyltingarinnar, kjóstu okkur ef þú vilt heiðarlegt þjóðfélag. Kjóstu X-F.

 

                                 X-F


Sumardagurinn fyrsti-baráttan á fullu.

Dagurinn í dag var mjög skemmtilegur, reyndar annasamur en það gerir ekkert til. Í Glæsibæ vorum við með vöfflur,kaffi,gos og ís fyrir gesti. Við höfðum misreiknað okkur örlítið en gleðileg þó. Það kom ótrúlega mikið af fólki, mikið rennirí og vöfflurnar kláruðust brátt. Því var reddað eins og öðru í snarhasti. Ef allir þeir sem komu kjósa okkur er síðasta könnun kolfallin.

IMG 1938

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er ein af hetjum dagsins að baka vöfflur á fullu. Vöfflujárnið í forgrunni er mitt og er 29 ára gamalt-eins og nýtt, still going strong...

IMG 1937

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG 1928

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var fjölmennt og mikið er það gefandi að fá að ræða málin beint og milliliðalaust við kjósendur.

IMG 1943

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sturla með svar á reiðum höndum, ekki spurning"ég er mættur".

IMG 1932

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Margir góðir gestir mættu.

Þegar vöfflukaffið var búið í Glæsibæ skruppum við hjónin í fimmtugsafmæli vinar okkar. Þar hittum við nokkra Sjálfstæðismenn sem ætla að strika út flesta sína menn og nota afgangin af blekinu til að krossa við gamla Dið sitt. 

Síðan í kvöld var farið á fund í Sægreifanaum.

IMG 1947

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG 1949

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG 1945

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Sturla-maður fólksins

Stulli vinur minn stóð sig frábærlega á Nasa í kvöld. Hann er svo sannarlega maður fólksins og það er eimitt það sem við Íslendingar þurfum í dag. Stjórnvöld hafa ekki verið að gæta hagsmuna almennings en það mun Sturla svo sannarlega gera. Hann þekkir á eigin skinni í hvernig er komið fyrir svo mörgum. Stulli kemur úr atvinnulífinu og hefur svo margt fram að  færa sem getur hjálpað okkur Íslendingum út úr þessari kreppu. Hann þyrfti heilan sjónvarpsþátt til að koma öllum sínum góðu hugmyndum á framfæri . Ég hvet fjölmiðlamenn landsins til að gefa honum tækifæri til að tjá sig. Við Frjálslyndir eigum það inni hjá fjölmiðlum landsins að fá aðeins meiri athygli. Það verður einhver að kunna að flauta þarna á Alþingi. Sturla þú kannt svo sannarlega flauta svo láttu í þér heyra.

Lausnin felst í því að skapa verðmæti

Það hafa margir fyrrverandi Sjálfstæðismenn komið að máli við mig í dag og sagst ætla að kjósa okkur í Frjálslynda flokknum. Ég tek þeim fagnandi og vona svo sannarlega að við Frjálslyndir bregðumst þeim ekki. Við viljum skapa meira frelsi í viðskiptum og uppræta einokun samþjöppun og ýmiss konar höft. Burt með gjafakvóta og mannréttindabrot. Í dag eru mannréttindi brotin á sjómönnum á Íslandi og það getum við ekki sætt okkur við. Því þá erum við komin í hóp þjóða sem við viljum ekki bera okkur saman við. Gefum einstaklingum frelsi til atvinnusköpunar .Lausnin felst í því að skapa verðmæti.

Samtökin 78

Í kvöld varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að vera boðið á fund hjá þeim ágætu samtökum 78. Með mér mætti góður félagi minn hann Kjartan Þór sem ungur og upprennandi stjórnmálamaður og jafnframt meðlimur í samtökunum. Þetta var ótrúlega jákvæður og fræðandi fundur  og gott að finna samstöðuna sem ríkir hjá stjórnmálaflokkunum um að virða sjálfsögð mannréttindi. Maður fyllist bjartsýni eftir svona fund og ekki veitir af á þessum síðustu og verstu tímum.

Undan oki Kolkrabbans

Formenn tveggja flokka eru armur kolkrabbans inn í stjórnmálin. Kolkrabbinn hefur kreist lífsgæði af almenningi í áratugi.

Nú þarf almenningur að standa með sjálfum sér og uppræta kolkrabbann sem vílar ekki fyrir sér að hneppa börn okkar í ánauð.

Til þess að koma á breytingum og uppræta spillingu þarf að koma að Ríkisstjórn Frjálslynda flokksins, Vinstri grænna og Borgarahreyfingar á næsta kjörtímabili.

Það eru kjósendur sem hafa valdið til þess að uppræta kolkrabbann í þessum kosningum.


9.3% fylgi Frjálslyndra í norðvestur kjördæmi.

Ný skoðunarkönnun gefur okkur á ný bjartsýni að baráttan sé að skila árangri. Í Norðvestur kjördæminu er fylgi við Frjálslynda flokkinn 9.3% eins og síðast. Það gefur góðar vonir ef svo reynist vera á kjördag. Reyndar hefur alltaf komið öllu meira upp úr kjörkössunum hjá okkur en í skoðanakönnunum.

Þegar haft er í huga að kröfur búsáhaldabyltingarinnar í vetur voru nánast samhljóma stefnuskrá Frjálslynda flokksins er ekki að undra þó margir aðhyllist stefnu okkar. Ef allur sá fjöldi sem tók þátt í mótmælunum í vetur og þeir sem hafa orðið verst úti í kreppunni nær að kynna sér stefnuskrá Frjálslynda flokksins mun fylgi hans aukast hratt. Því er það í raun spurningin hvernig okkur mun ganga að koma boðskapnum til fjöldans sem er afgerandi.


Kolaportið og fleiri staðir.

Það er töluverð sigling á okkur frambjóðendum Frjálslynda flokksins í Reykjavík, eins og raunar er reyndin með flokkinn allan. Við vorum í Kolaportinu í dag og Kringlunni. Allt gekk vonum framar. En það gleymdist að taka myndir af okkur þar en hér eru nokkrar myndir frá kosningaskrifstofu okkar í Glæsibæ.

IMG 1922

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Sturla í góðum gír að ræða við samherja.

IMG 1921

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Helga, Guðlaug, Jakobína og Hafsteinn ræða málin, öll erum við frambjóðendur Frjálslynda flokksins í Reykjavík.

 

 

 

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband