Skortverðbólga og rándýrt rafmagn. Hvað er í gangi?

Nýr búvörusamningur hefur verið gerður við bændur. Í honum felst skerðing. Látið er liggja að því að þar með séu bændur að taka sinn skerf af kreppunni. Hvernig bregst bóndinn við? Sjálfsagt mun hann framleiða minna. Ef niðurstaðan verður vöruskortur á íslenskum afurðum mun niðurstaðan verða hækkað vöruverð. Afleiðingin gæti orðið hækkun verðbólgu. Einnig mun samkeppnisaðstaða innfluttra afurða frá bændum í Evrópu styrkjast mjög. Nokkuð sérstök niðurstaða ekki satt?

Garðyrkjubændur samþykktu ekki þennan samning. Rafmagn til þeirra var nýlega hækkað um 25% og vilja þeir að sú hækkun gangi til baka. Frjálslyndi flokkurinn hefur barist fyrir að garðyrkjubændur fá sambærileg kjör og álverin á rafmagni. Við viljum efla ylrækt, og spara dýrmætan gjaldeyri á þann hátt. Auk þess skapast störf.

Er ég að misskilja hlutina en mér finnst eins og þessir gjörningar ríkisvaldsins séu ekki að draga úr áhrifum kreppunnar á Íslandi í dag.


mbl.is Garðyrkjubændur skrifuðu ekki undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í hverra þágu er Sjálfstæðisflokkurinn

Er Sjálfstæðisflokkurinn að berjast fyrir frelsi einstaklingsins. Ég á satt best að segja mjög erfitt með að koma auga á það. Mér finnst einhvern veginn eins og flokkurinn hafi fyrst og fremst verið að verja sérhagsmuni ákveðinna hópa í samfélaginu. Hvers vegna vill Sjálfstæðisflokkurinn ekki tryggja eignahald þjóðarinnar á auðlindunum, fiskimiðunum vatninu jarðvarmanum,fallvötnunum og hugsanlegum olíuauðlindum. Vill ekki Frjálslyndi flokkurinn miklu frekar berjast fyrir frelsi einstaklingsins.

Frjálslyndi flokkurinn vill uppræta einokun, samráð, höft, gjafakvóta, og ofríki sem drepur niður frjálst framtak einstaklinga og frumkvöðla.  Frjálslyndi flokkurinn vill frelsi til atvinnusköpunar  í byggðarlögum landsins og nýliðun í atvinnugreinum.


KRINGLUPÓLITÍK.

Það var góður dagur í dag hjá okkur í Frjálslynda flokknum. Við frambjóðendur flokksins í Reykjavík vorum í Kringlunni. Ekki vorum við að versla svo mikið í búðunum. Kosningabaráttan er að komast í hámark og spennan eykst. Við upplifum mikinn meðbyr enda komu fréttir úr norðvestur kjördæminu um aukið fylgi ekki á óvart.

IMG 1913

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Þarna er Sturla að ræða málin.

IMG 1911

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þarna er Jakobína að sannfæra einn Kringlugesta dagsins.

IMG 1909

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég og Sturla í stuði.

IMG 1903

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Karl heilsar væntanlegum stuðningsmanni.

IMG 1905

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Rætt og skrafað og sem fyrr segir mjög góður og gefandi dagur. Smá fótaþreyta en það verður gleymt á morgun.


Heiðarleika takk fyrir

Í gær var bein útsending frá Borgarafundi á Akureyri. Úrræðaleysi gömlu fjórflokkanna var sorglegt á að hlusta. Það var fátt bitastætt í málflutningi þeirra og næsta víst að atvinnuleysið er ekki á förum fyrir norðan ef þeir ráða för.

Aftur á móti var ég stödd á fundi í Háskólabíó í gær. Háskólastúdentar stóðu fyrir fundinum. Þar skorti ekki loforð fjórflokkanna. Það hljómaði eins og kreppunni væri lokið eða að minnsta kosti yrði hún nánast ófinnanleg eftir kosningar. Stúdentar áttu ekki að líða neinn skort. Nægjanlegt framboð af kennslu og námslánum. Það kom yfir mig einhver óraunveruleikatilfinning. Hvað vorum við að gera á Austurvelli á laugardögum í allan vetur. Var mótmælastaðan bara einn stór misskilningur?

Skuldir okkar og afborganir af þeim eru það miklar að stjórnmálamönnum er ekki stætt á því að lofa því sem ég hlustaði á í gær. Afneitun getur maður sagt ef maður er meðvirkur. En í raun er mun frekar um að ræða óheiðarleika í þeim tilgangi að kaupa sér atkvæði.

Frjálslyndi flokkurinn reynir að horfast í augu við staðreyndir lífsins. Við verðum að semja niður skuldir okkar því lífið verður óbærilegt fyrir okkur ef við reynum að borga. Við afnemum verðtrygginguna því hún er algjört óréttlæti.


Verjum velferðina

Ég mætti á þennan fund ÖBÍ og þroskahjálpar. Þetta var virkilega góður og athyglisverður fundur. Við verðum öll að staðnæmast við á þessum erfiðu tímum og hugsa um það hvernig við ætlum að verja velferðina. Stjórnmálamennirnir segjast allir með tölu vilja standa vörð um velferðina. Þá kemur spurningin hvað er að marka það sem þeir segja? Það er á ábyrgð okkar allra að kynna okkur hvernig menn hafa efnt fögur kosningarloforð. Ég get fyrir mitt leyti verið stolt af því hvernig Frjálslyndi flokkurinn hefur barist fyrir bættum hag  öryrkja og aldraðra.
mbl.is Vilja verja velferðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjónvarp allra landsmanna og Frjálslyndir

Nú fá stjórnmálaflokkarnir að kynna stefnumál sín í sjónvarpi allra landsmanna og það er vel. Það sem vekur undrun hjá mér er hve fjórflokkarnir fá að láta gamminn geisa um ekki neitt. Sérstaka athygli mína vakti hve innilega gamaldags og úræðalausir bæði Framsókn og Sjálfstæðisflokkur voru. Hjá þeim var eina lausnin stóriðja og að hjakka í sama farinu. Eru þessir flokkar ekki búnir að fá nægan tíma til að sanna sig og sýna fram á getuleysi sitt. Mér finnst kominn tími til að gefa þeim gott frí svo þeir geti hugsað hlutina upp á nýtt.  Samfylkingin er því miður  föst í því að eina lausn okkar Íslendinga sé Evrópusambandið. Það verður sjálfsagt erfitt tilhugalífið hjá þeim og VG. Ég var auðvitað rosa ánægð með minn mann hann Kalla Matt en ég var ekki ánægð með hve lítinn tíma hann fékk til að svara. Við Frjálslyndir erum reyndar vön því að vera sett út í kuldann af fjölmiðlum.  Það getur stundum verið svo ótrúlega pirrandi því að við höfum svo margar góðar hugmyndir um það sem hægt væri að gera fyrir íslenskt þjóðfélag. Þó að það sé reynt að þagga niður í okkur Frjálslyndum þá gefumst við ekki upp því stefnuskrá okkar er svo góð og málefnin  eru jú aðalatriðið. Ég vona svo sannarlega að fólk hlusti efir því hvað flokkarnir hafa fram að færa og þá mun okkur farnast vel.

Pínlegt

Ég er næstum því farin að vorkenna Sjálfstæðismönnum. Þvílíkt klúður og það rétt fyrir kosningar. Ég held að menn ættu að reyna að vera heiðarlegir gagnvart kjósendum sínum í stað þess að segja eitt í dag en annað á morgun. Fólk treystir því ekki að Sjálfstæðismenn verði rannsakaðir af einhverjum kerfisköllum. Þeir eru jú búnir að raða vinum sínum í embættin. Betra væri að segja satt og rétt frá og biðjast afsökunar á dómgreindarleysinu.
mbl.is Óskar úttektar á störfum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig eigum við að fá kjósendur til að treysta stjórnmálamönnum?

Margir kjósendur hyggjast skila auðu í kosningunum. Það ber vott um mikla vantrú á stjórnmálaflokkum landsins. Það kemur ekki sérstaklega á óvart. Kjósendur hafa valið  Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn árum saman í þeirri trú að þeim væri best treystandi fyrir þjóðarskútunni. Þeir seldu landið og komu okkur gjaldþrot. Þessa dagana er að koma í ljós að stjórnmálaflokkarnir eru málaliðar stórfyrirtækja. Engan skildi undra að vantraust sé til staðar hjá almennum kjósendum.

Hér er um grafalvarlegt mál að ræða. Því hefur hegðun stjórnmálaflokkanna sem hafa þegið styrki og þagað um það komið okkur öllum mjög illa. Sem frambjóðandi Frjálslynda flokksins setur mann hljóðan. Frjálslyndi flokkurinn hefur alla tíð haft opið bókhald. Því hafa allir getað kynnt sér styrkveitingar til okkar. Því má segja að innihaldslýsingin á pakkanum sé vel læsileg og kjósendur vita hvað við stöndum fyrir. 

Við viljum;

afnema verðtrygginguna,

kvótann aftur til þjóðarinnar,

burt með einokun, komum á raunverulegri samkeppni,

afnemum spillingu, virðum mannréttindi,

aukum frelsi til allra, ekki fárra útvaldra flokksgæðinga.

Hvernig er hægt fyrir lítinn flokk á Íslandi, eins og Frjálslynda flokkinn, að fá tiltrú almennings og að við meinum það sem við segjum. Ég óska eftir heilræðum frá ykkur um þetta mál kæru lesendur.

 

 


Hvað er mikilvægt??

Hvað er mikilvægt í dag. Er það mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið styrki frá tveimur fyrirtækjum. Í sjálfu sér ekki. Allir hafa alltaf vitað að auðmenn hafa styrkt Sjálfstæðisflokkinn alla tíð. Það sem er mikilvægt er hverjir og hvernig verður haldið á málum eftir kosningar. Það hefur reyndar komið betur í ljós núna að Sjálfstæðisflokkurinn fær afl sitt frá auðmönnum Íslands. Því er hann fulltrúi þeirra.

Frjálslyndi flokkurinn hefur ætíð haft opið bókhald og var fyrstur til að leggja það til. Frjálslyndi flokkurinn berst fyrir afnámi kvótans, en kvótinn er birtingamynd einokunar. Einokun hugnast auðmönnum, þeim er venjulega illa við frelsi og samkeppni.

Frjálslyndi flokkurinn vill afnema verðtrygginguna. Verðtryggingin er dæmi um höft og einokun. Hún setur skuldarann í gapastokk. Það hugnast auðmönnum Íslands, því það eru þeir sem lána öðru fólki pening.

Þetta eru atriði sem skipta máli, ekki að auðmenn styrki Sjálfstæðisflokkinn sem allir vissu fyrir. Bjarni Ben á bara að segja að svona hafi þetta alltaf verið og okkur hafi líkað það vel hingað til. Verst að það komst í hámæli.

http://larahanna.blog.is/img/tncache/300x300/3b/larahanna/img/g_myndir_blogg_ymislegt_peningar-1.jpg


Styrkir eða afnotagjöld?

Nú berjast bræður innan Sjálfstæðisflokksins. Agnesi Braga er borið á brýn að halda meira með öðrum en hinum innan Sjálfstæðisflokksins. Þvílík fyrra, varla er það sérstakt áhugamál Agnesar að koma fylgi Sjálfstæðisflokksins fyrir kattarnef rétt fyrir kosningar. Nei hún birti bara fréttir, hvort það var henni skemmtun eður ei skiptir ekki aðalmáli, heldur að hún þagði ekki.

Það gæti virst sem skemmtun að Sjálfstæðismenn séu komnir í hár saman, en svo er ekki. Tilefnið er í raun of sorglegt. Niðurlægingin er svo algjör að menn líta undan. Þeir selja flest allt sem þjóðin á og skuldsetja upp fyrir haus. Reyna svo að standa sem óspjallaðir sveinar og þá kemur í ljós að þeir voru keyptir. Var kannski bara um að ræða greiðslu afnotagjalda, ekki styrki?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband