Alþingi götunnar á morgun
26.3.2010 | 21:34
Fjölmennum á Austurvöll á morgun og knýjum á breytingar í samfélaginu og tökum stöðu með heimilunum.
Ræðumenn á morgun verða Sigurjón Þórðarson, Björg Sigurðardóttir og Þorvaldur Þorvaldsson
Nokkrir blúsarar mæta ásamt Ragnheiði Gröndal. Glæsikerrur munu aka um svæðið.
Sjáumst i góða veðrinu.
Loksins góðar fréttir frá Alþingi Íslendinga
22.3.2010 | 23:08
Skötuselsfrumvarp að lögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmálayfirlýsing Frjálslynda flokksins mars 2010
21.3.2010 | 14:00
Stjórnmálayfirlýsing Frjálslynda flokksins mars 2010
Því verður ekki á móti mælt að ef stefna Frjálslynda flokksins hefði orðið ofan á við stjórn landsins á síðasta áratug, þá stæði þjóðin nú í allt öðrum og miklu betri sporum. Frjálslyndi flokkurinn barðist gegn einkavinavæðingunni, verðtryggingunni, skuldsetningu þjóðfélagsins og illræmdu kvótakerfi sem brýtur í bága við mannréttindi.
Eina leiðin fyrir Íslendinga út úr þröngri stöðu er að auka framleiðslu og gjaldeyrisöflun en alls ekki að fara leið AGS og Fjórflokksins um stóraukna skuldsetningu, niðurskurð og hækkun skatta. Við endurskoðun efnahagsáætlunar AGS verði tekið mið af íslenskum raunveruleika. Beinasta leiðin við öflun aukins gjaldeyris er að gera betur í þeim atvinnugreinum sem þjóðin gerir vel í s.s. sjávarútvegi, landbúnaði og ferðaþjónustu.
Frjálslyndi flokkurinn hefur ítrekað rökstutt að hægt sé að ná miklu mun meiri verðmætum í sjávarútvegi án aukins kostnaðar með því að fiskur fari á frjálsan markað, taka í burt hvata til brottkasts, veiðiheimildir verði auknar verulega og bæta nýtingu. Möguleikar ferðaþjónustunnar eru ótæmandi enda er landið fagurt og gott en almennt glímir atvinnugreinin líkt og aðrar við gríðar háa vexti sem verður að lækka. Nauðsynlegt er að samningar um stóriðju verði gagnsæir og tryggi úrvinnslu afurða. Ýta á undir almenna nýsköpun í smáu sem stóru í; líftækni, tækni, landbúnaði og þjónustu. Horfa skal til skynsamlegra lausna óháð kreddum, við eflingu atvinnulífs s.s. að tryggja iðnaði og garðyrkjubændum rafmagn á hagstæðu verði.
Kreppa er staðreynd á Íslandi en hún er skilgetið afkvæmi sambúðar spilltrar stjórnmálastéttrar og fjárglæframanna. Frjálslyndi flokkurinn hafnar því að afleiðingarnar af henni lendi með fullum þunga á þeim sem síst skyldi og eiga enga sök. Fjármagnseigendum var bættur strax skaðinn en skuldugur almenningur látinn blæða og blæðir enn.
Allir eiga rétt á mannréttindum og viðunandi lífskjörum til verndar heilsu og vellíðan. Stöðva verður að fólk sé hrakið út af heimilum sínum sökum; kreppunnar, verð- og gengistryggðra lána. Tryggja verður sanngjarna lausn, lágmarksframfærslu og að sérstök áhersla verði lögð á aðbúnað þeirra sem erfa munu landið. Endurskoða þarf samspil álagningar skatta og beitingu skerðingarreglna hjá Tryggingarstofnun svo tryggja megi eldri borgurum, öryrkjum og atvinnulausum viðunandi lágmarks laun.
Staða mála í íslensku samfélagi kallar á endurmat á skipulagi samfélagsins og á það jafnt við um stjórnskipan og samkrull hagsmunasamtaka. Frjálslyndi flokkurinn hvetur fólk til virkari þátttöku í kjarabaráttu en verkalýðsforystan er orðin verulega höll undir Fjórflokkinn og á í óskiljanlegu samkrulli við Samtök atvinnulífsins. Minni atvinnurekendur og nýliðar í rekstri eiga lítið skjól í SA sem virðast telja það heilaga skyldu að viðhalda óbreyttu kerfi sérhagsmuna.
Frjálslyndi flokkurinn hefur frá stofnun lagt áherslu á að landið verði eitt kjördæmi. Ráðherrar skulu víkja af þingi til þess að skerpa á þrískiptingu valdsins.
Frjálslyndi flokkurinn lýsir yfir stuðningi við þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta, að vísa þeirri ákvörðun til þjóðarinnar, hvort að þjóðin eigi að greiða skuldir óreiðumanna. Frjálslyndi flokkurinn er fylgjandi beinu lýðræði. Þjóðaratkvæðagreiðslur færa valdið til þjóðarinnar frá stjórnmálastétt sem bundin er á klafa þröngra sérhagsmuna.
Tryggja skal rétt minnihluta þingsins til þess að vísa málum til þjóðarinnar en það leiðir til þess að leiðtogar stjórnarflokka sem ráða sínu þingliði verði ekki einráðir við lagasetningu
Sömuleiðis er það krafa að 10% atkvæðisbærra manna geti með undirskrift hjá opinberu embætti, s.s. sýslumanni eða ráðhúsi, látið fara fram þjóðaratkvæðagreiðslur um einstök mál. Sömuleiðis skal halda í málskotsrétt forseta Íslands.
Festa skal í sessi að stjórnlagaþing verði kallað saman á 25 ára fresti til þess að tryggja að grundvallarlög lýðveldisins verði tekin til endurskoðunar fjórum sinnum á öld.
Við hrunið hafa mikilvægustu stofnanir landsins misst trúverðugleika sinn og fer Hæstiréttur ekki varhluta af því. Grundvöllur þess að bæta þar úr er að það ríki almenn sátt í samfélaginu um skipan dómara að tilnefning dómsmálaráðherra þurfi samþykki aukins meiriluta Alþingis
Bæta þarf vinnubrögð Alþingis m.a. svo að fundir þingnefnda verði í heyranda hljóði en það tryggir opin og lýðræðisleg vinnubrögð.
Standa skal vörð um að háskólar og fjölmiðlar ræki hlutverk sitt sem miðstöð og miðlun gagnrýnar hugsunar en mikið hefur skort þar á. Frjálslyndi flokkurinn leggur til að Háskóli Íslands þiggi ekki stöður eða styrki til einstakra embætta, heldur verði styrkjum veitt í einn pott sem úthlutað verði til rannsókna. Það yrði til þess að sérhagsmunaöfl, s.s. LÍÚ, geti ekki búið áróður í fræðilegan búning og gengisfellt háskólastarf. Tímabært er að taka aðferðir Hafró til gagngerrar endurskoðunar. Uppbygging fiskistofnanna síðustu áratugina hefur ekki gengið eftir, enda stangast aðferðir Hafró á við viðtekna vistfræði.
Frjálslyndi flokkurinn mun setja sér siða- og umgengnisreglur sem fela m.a. í sér að frambjóðendur undirriti drengskaparheit um að láta af trúnaðarstörfum fyrir flokkinn ef viðkomandi verður viðskila við hann.
Nú í niðursveiflunni, er talsverður vandi að afla fjár í gegnum skattkerfið til þess að halda uppi samfélagslegum gæðum á borð við; menntun, heilbrigðisþjónustu, löggæslu, trygga lágmarksframfærslu o.s.f. Hætt er við að aukin skattheimta skrúfi efnahagslífið í enn frekari niðursveiflu og því mikilvægt að fara varlega í skattahækkanir.
Ísland ætti í ljósi biturrar reynslu vafasamra fjármagnsflutninga að verða leiðandi á alþjóðavettvangi um upptöku Tóbínskatts á fjármagnsflutninga á milli landa.
Ekki verður séð að Ísland eigi nokkuð erindi inn í ESB, en sambandið er hvorki vont né gott í eðli sínu heldur stórt hagsmunatengt stjórnkerfi. Sérstaklega í ljósi fiskveiðistefnu sambandsins og harðneskjulegrar afstöðu í garð Íslendinga í kjölfar bankahrunsins.
Íslenska þjóðin getur átt bjarta framtíð en þá verður hún að þora að losa sig úr viðjum séhagsmunabandalaga og vinna sameinuð að aukinni verðmætasköpun og atvinnu í landinu.
Landsþing Frjálslynda flokksins
17.3.2010 | 10:56
Þjóðin þarf heiðarleika og réttlæti
Landsþing Frjálslynda flokksins 19.-20. mars 2010
Haldið á hótel Cabin í Reykjavík
Þingið hefst kl 16 á föstudeginum
Skuldir-verðtrygging
Tökum á skuldavanda heimila og rekstrarhæfra fyrirtækja.
Afnemum verðtryggingu lána.
Skuldir fjölskyldna fyrnist við þrot.
Stjórnkerfisumbætur-Auðlindir
Stjórnlagaþing og nýja stjórnarskrá.
Bætum siðferði í stjórnmálum.
Auðlindir lands og sjávar í þjóðareign.
Verjum þjóðarhag og höfnum aðild að ESB.
Aukum atvinnu strax
Aukum tekjur og minnkum skuldir þjóðarbúsins.
Aukum sjávarafla,auðveldum nýliðun.
Frjálsar handfæraveiðar og eflum landsbyggðina með sjálfbærni.
Almannahagsmunir í stað sérhagsmuna.
Skráning á xf.is og í símum 8675538 8642987 og 8947980
Dagskrá landsþings - nánar
Landsþing Frjálslynda flokksins verður haldið
föstudaginn 19. og laugardaginn 20. mars, 2010.
Dagskrá er sem hér segir:
Föstudagur 19.mars: (smellið á meira...)
Kl. 16:00 Afhending gagna.
16:30 Ræða formanns, Guðjóns Arnars Kristjánssonar.
17:00 Kjör þingforseta og ritara.
17:05 a) Skýrsla framkvæmdastjórnar.
b) Tillögur að lagabreytingum
c) Gerð grein fyrir ársreikningum: Helgi Helgason formaður fjármálaráðs
d) Drög að stjórnmálaályktunum lögð fram og kynnt.
e) Erindi, Nýtt upphaf. Helga Þórðardóttir.
18:30 a) Kynning á vinnu málefnanefnda.
b) Pallborðsumræður, stuttar ábendingar og svör
c) Nefndarstörf.
Laugardagur 20. Mars :
Kl. 09:00. Nefndarstörf.
11:00 Kynning frambjóðenda til trúnaðarstarfa.
12:00 Hádegisverður.
13:00 Almennar umræður um stjórnmálaályktun og nefndarálit.
15:00 Kosningar:
a) Formaður
b) Varaformaður
c) Ritari.
d) Formaður fjármálaráðs og fjórir meðstjórnendur.
e) Kosning fulltrúa í miðstjórn.
Kl. 16:00 Afgreiðsla ályktana.
16:30 Önnur mál.
17:00 Áætluð þingslit.
Eftir þingslit munu þingfulltrúar gera sér glaðan dag saman.
Í upphaf i fundar kynnir forseti þingsins framlögð gögn og fyrirkomulag kosninga til trúnaðarstarfa.
Dagskráriliðir og tímasetningar geta breytst án fyrirvara.
Nánari upplýsingar á xf.is
Nánari upplýsingar á xf.is
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
YFIRLÝSING ALÞINGIS GÖTUNNAR
6.3.2010 | 20:08
Yfirlýsing Alþingis götunnar.
Við erum hér saman komin í dag til að stofna Alþingi götunnar.
Hagsmunir fjármagnseigenda og innanbúðarmanna hafa ráðið för á Íslandi eftir hrun eins og fyrir hrun. Hagsmunir almennings hafa ekki hljómgrunn hjá stjórnvöldum nema í aðdragenda kosninga.
Kjör aldraðra, öryrkja og fatlaðra voru skorin niður strax. Skuldsetning heimila og fyrirtækja er látin vaxa óáreitt, með gjaldþrotum og nauðungaruppboðum. Launakjör skorin niður, uppsagnir og skattahækkanir. Allt kunnulegir fylgifiskar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þegar kemur að kreppulausnum.
Þeir sem djarfast spiluðu á útrásartímanum, halda gróðanum en tapið er lagt á herðar almennings.
Stjórnlagaþing, lýðræðið, rödd og vald almennings er haft að háðung og spotti.
Hingað og ekki lengra, okkur er nóg boðið. Öll helstu kosningaloforðin svikin. Hvers vegna erum við gleymd daginn eftir kjördag? Erum við engin ógn við notalega tilveru ykkar í glerhúsinu? Baksvipur ykkar finnst okkur kuldalegur.
Við fylkjum liði með almenningi sem flykkist út á göturnar víða um heim, í Grikklandi, í Lettlandi og höfnum því að gróði nýfrjálshyggjunnar sé einkavæddur en tapið þjóðnýtt.
Þess vegna stofnum við Alþingi götunnar, til að snúa ykkur við í roðinu, til að þið hlustið á okkur, okkur sem kusum ykkur á þing. Valdið er okkar, þegnanna. Þið starfið í umboði okkar. Þannig er lýðræðið, er einhver týra logandi hjá stjórnvöldum eða var enginn að gæta eldsins?
Við krefjumst þess að höfuðstóll lána sé leiðréttur, verðtryggingin afnumin, skuldir fyrnist við þrot, þeir sem bera ábyrgð á kreppunni axli líka birgðarnar en ekki bara við skilvísir Íslendingar, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sendur úr landi og manngildið sett ofar fjármagninu, auðlindir landisns verði í ævarandi eigu þjóðarinnar og að við fáum verkfæri til að hafa hemil á ykkur, þingmönnum okkar.
Þetta er hlutverk Alþingis götunnar. Ég set hér með Alþingi götunnar og lýsi yfir stofnun þess hér á Austurvelli 6. mars árið 2010. Alþingi götunnar er hér með sett.
Declaration of the Parliament of the people.
We are gathered here today to assemble the Parliament of the people
Before and after the finance crash in Iceland, the interest, the needs of the finance world have been first priority of our governments. The politicians have not been looking after the interest of their employer, the people of Iceland, except in the time up to elections.
For the old and handicapped this has meant that all state support has been cut down drastically. Mortgages and loans on homes and smaller businesses have been growing out of proportions until an auction is the only solution. Wages are cut, taxes higher and layoffs are happening regularly. All those things are known consequences following thehelp that the IMF provides to nations in need.
The ones, who played the boldest game in the finance wonder, keep the profit while the loss rolls over on the shoulders of ordinary people.
Our hopes for a new constitution and a real democracy, the voice and the power of the people are only met with a sardonic grin.
Now we say stop, here and not further, we have had enough. All the promises of our politicians have been broken. Why are we forgotten the day after an election? Are we no threat to your being? We dont like that you give us a cold shoulder.
We, like the people in Greece and Latvia, take the streets and say no to the privatization of neo libarism failures while the losses are pulled over the heads of ordinary people.
By that reason we conduct the Parliament of the people. We want you to listen to us, us the people who voted for you, your employers. The power lies by us. That is democracy
We demand that loans and mortgages will be lowered to a reasonable amount, that by a auction the rest debt is zeroed out, that the people who hold the main responsibility for the finance crash shoulder the burden of it, not with us who always worked and paied. We demand the departure of the IMF and that people will be valued higher than profit and money. We demand that our recourses will be forever the property of the Icelandic nation and that we will be given tools to keep you on track, our politicians.
Those are the goals of the Parliament of the people. I hereby declare the foundation of the Parliament of the people Austurvöllur 6th of March 2010.
Við þurfum fleiri Liljur á þing
2.3.2010 | 15:12
Hætta að tipla á tánum í kringum kröfuhafana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Austurvöllur i dag
27.2.2010 | 21:33
Góð mæting var í dag á Austurvöll þrátt fyrir slæmt veður. Við látum ekkert stöðva okkur í baráttunni um réttlætið. Hér getið þið lesið ræðu eiginmannsins sem hann flutti svo sköruglega á Austurvelli í dag.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
mannréttindi og velferð 2
24.2.2010 | 21:46
Hér kemur framhald af færslunni á undan.
Heilbrigðismál flokkast undir velferðarmál og hér koma nokkrir punktar sem fram komu í málefnavinnunni um þessi málefni.
Heilbrigðiskerfið
Allir landsmenn eigi sama rétt til heilbrigðisþjónustu óháð aldri, búsetu og efnahag.
Heilsugæsla
Efla heilsugæsluna sem grunnþátt heilbrigðisþjónustunnar með sveigjanlegra skipulagi og bættu aðgengi.
Að almenn tannlæknaþjónusta við börn að 18 ára aldri verði að fullu greidd úr sjúkratryggingum. Væri mögulegt að tengja tannlæknaþjónustu við heilsugæsluna. Stefnt skal að því að tannlæknaþjónusta verði greidd af TR eins og önnur læknisþjónusta.
Lýðheilsa
Forvarnarstarf á heilbrigði verði eflt og fræðsla aukin um hollt mataræði og heilbrigða lífshætti.
Að einstaklingar geti framfleytt sér án þess að vinna mikla yfirvinnu er hluti af lýðheilsu. Einstaklingar verða að hafa tíma og þrek til að sinna heilbrigði sínu, bæði líkamlegu og andlegu.
Hið opinbera beiti sér með skattlagningu og tollum til að lækka vöruverð á hollum mat.
Sjúkrahús
Greiðsluþátttaka sjúklinga hefur aukist einkum þeirra er síst skyldi. Þurfum við ekki að vera á varðbergi fyrir þessari þróun? Einstaklingar ættu ekki að þurfa að fylgjast með hvenær þeir eiga rétt á endurgreiðslu vegna sjúklingahluta í greiðslu fyrir heilbrigðisþjónustu.
Hið opinbera stuðli að almennri umræðu um notkun á tækni til að framlengja líf . Stuðla þarf að almennri sýn á hversu langt á að ganga í meðhöndlun einstaklinga.
Mannréttindi og velferð
23.2.2010 | 23:17
Í mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna stendur eftirfarandi texti:
25.grein 1. Allir eiga rétt á lífskjörum sem nauðsynleg eru til verndar heilsu og vellíðan þeirra sjálfra og fjölskyldu þeirra. Telst þar til fæði, klæði,húsæði, læknishjálp og nauðsynleg félagsleg þjónusta,svo og réttur til öryggis vegna atvinnuleysis, veikinda, fötlunar,fyrirvinnumissis,elli eða annars sem skorti veldur og menn geta ekki við gert. 2. Mæðrum og börnum ber sérstök vernd og aðstoð. Öll börn , hvort sem þau eru fædd innan eða utan hjónaband, skulu njóta sömu félagslegu verndar.
Ástæðan fyrir því að ég er að benda á þessa grein er sú að við í Frjálslyndaflokknum erum í málefnavinnu fyrir landsþingið sem haldið verður dagana 19-20 mars. Ég stýri hóp sem fjallar um velferðar og mannréttindamál. Við í FF höfum mjög góða stefnu í velferðarmálum og hægt er að skoða hana í málefnahandbók okkar á xf.is. Það sem við þurfum fyrst og fremst að gera núna er að móta hana eftir því efnahagsástandi sem við búum við í dag. Það er líka mikil hætta á því að stjórnvöld brjóti mannréttindi á þegnunum þegar kreppir að. Íslensk stjórnvöld víla ekki fyrir sér að brjóta mannréttindi á sjómönnum og því ættum við að vera enn frekar á varðbergi.
Hér koma nokkrir punktar úr þeirri málefnavinnu og gott væri að fá athugasemdir frá áhugasömum um velferðarmál.
Húsnæðismál
Frjálslyndi flokkurinn er andsnúinn því að fólk sé hrakið úr húsnæði sínu sökum núverandi kreppu. Það er ekki sök húsnæðiseigenda hvernig er komið fyrir efnahag Íslands. Því er ekkert sem réttlætir slíkan fórnarkostnað sem felur í sér að hrekja fólk frá heimilum sínum og sundra fjölskyldum.
Það eru mannréttindi að hafa þak yfir höfuðið.
Hversu stór hluti af ráðstöfunartekjum fólks ætti að fara í húsnæði? (Sum lönd hafa ákveðið viðmið)
Aldraðir, fatlaðir og öryrkjar
Við verðum að passa upp á að hópar sem standa höllum fæti í samfélaginu og eiga ekki sterka málssvara fari ekki halloka í kreppunni. Einstaklingar hafi jafnan rétt og tækifæri.
Auðvelt að ráðast á lítilmagnann .
Við verðum að passa upp á að mannréttindi séu ekki brotin á þessum einstaklingum.
Væri ekki æskilegt að stofna embættið umboðsmann borgara?
Tryggja lágmarksframfærslu.
Við viljum leggja áherslu á eflingu heimaþjónustu fyrir aldraða og að þeir geti átt val.
Ummönnun aldraðra heima hvílir æ meira á aðstandendum og er því nauðsynlegt að bregðast við því. Sérstaklega þarf að gæta að stuðningi við aðstandendur heilabilaðra.
Atvinnuleysi
Hvernig getum við mætt atvinnulausum með virðingu?
Nauðsynlegt er að einfalda umsóknarferli hins atvinnulausa eftir aðstoð og bótum. Auk þess þarf að einstaklingsmiða aðstoðina eftir mætti.
Það vantar talsmann (umboðsmann) atvinnulausra.
Það þarf að fjölga atvinnutækifærum og efla endurmenntun til að halda atvinnulausu fólki virku í samfélaginu.
Atvinnulaus einstaklingur er auðlind sem er á mörkum þess að tapast fyrir fullt og allt. Þá auðlind verður að endurheimta með öllum tiltækum ráðum og umgangast með virðingu.
Framfærsla
Lágmarks nettó laun . Þarf samræmi milli stofnana.
Framhald kemur í næstu færslu.
Maybe I should have
21.1.2010 | 21:40